Monki opnar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 10:08 Komu Monki hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Getty/Dave M. Benet Sænska fataverslunarkeðjan Monki mun opna 450 fermetra verslun í Smáralind næsta vor. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var á fjölmiðla í morgun. Þar er haft eftir svæðisstjóra Monki að Ísland sé spennandi markaður og að þau hlakki til að kynna vörur sínar fyrir Íslendingum. Föt Monki eru sögð innblásin af skandinavískum og asískum straumum og er þeim ætlað að „styðja við konur um allan heim til þess að líða vel í eigin skinni.“ Orð eins og „glimmer“ og „glitrandi“ koma einnig við sögu, auk þess sem að Monkifólk tekur sérstaklega fram, einhverra hluta vegna, að í nýju versluninni verði haugur af diskókúlum. Monki er í eigu H&M Group en auk samnefndra verslana rekur stórfyrirtækið jafnframt verslunarkeðjuna Weekday, sem jafnframt mun opna útibú í Smáralind í náinni framtíð. Því má ætla að viðtökur Íslendinga við H&M, sem nú þegar rekur þrjár verslanir á Íslandi, hafi sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins um að hér væri markaður fyrir ódýran skandinavískan fatnað. Með þessu áframhaldi ætti landsmenn því ekki að reka í rogastans ef einnig verður tilkynnt um komu verslana á borð við Cos eða & Other Stories, sem jafnframt eru undir hatti H&M Group. H&M Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Weekday opnar verslun í Smáralind Sænska fataverslunarkeðjan Weekday mun opna útibú í Smáralind næsta vor. 16. nóvember 2018 14:40 H&M leggur Cheap Monday niður H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok. 27. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sænska fataverslunarkeðjan Monki mun opna 450 fermetra verslun í Smáralind næsta vor. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var á fjölmiðla í morgun. Þar er haft eftir svæðisstjóra Monki að Ísland sé spennandi markaður og að þau hlakki til að kynna vörur sínar fyrir Íslendingum. Föt Monki eru sögð innblásin af skandinavískum og asískum straumum og er þeim ætlað að „styðja við konur um allan heim til þess að líða vel í eigin skinni.“ Orð eins og „glimmer“ og „glitrandi“ koma einnig við sögu, auk þess sem að Monkifólk tekur sérstaklega fram, einhverra hluta vegna, að í nýju versluninni verði haugur af diskókúlum. Monki er í eigu H&M Group en auk samnefndra verslana rekur stórfyrirtækið jafnframt verslunarkeðjuna Weekday, sem jafnframt mun opna útibú í Smáralind í náinni framtíð. Því má ætla að viðtökur Íslendinga við H&M, sem nú þegar rekur þrjár verslanir á Íslandi, hafi sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins um að hér væri markaður fyrir ódýran skandinavískan fatnað. Með þessu áframhaldi ætti landsmenn því ekki að reka í rogastans ef einnig verður tilkynnt um komu verslana á borð við Cos eða & Other Stories, sem jafnframt eru undir hatti H&M Group.
H&M Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Weekday opnar verslun í Smáralind Sænska fataverslunarkeðjan Weekday mun opna útibú í Smáralind næsta vor. 16. nóvember 2018 14:40 H&M leggur Cheap Monday niður H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok. 27. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Weekday opnar verslun í Smáralind Sænska fataverslunarkeðjan Weekday mun opna útibú í Smáralind næsta vor. 16. nóvember 2018 14:40
H&M leggur Cheap Monday niður H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok. 27. nóvember 2018 10:24