Pochettino: Við getum unnið Barcelona á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Mauricio Pochettino. Vísir/Getty Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira