Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira