Dagur gagnrýnir önnur sveitarfélög vegna félagslegra íbúða Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:15 Dagur B. Eggertsson í Víglínunni í morgun. Vísir/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur. Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira