Dagur gagnrýnir önnur sveitarfélög vegna félagslegra íbúða Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:15 Dagur B. Eggertsson í Víglínunni í morgun. Vísir/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur. Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira