Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2018 19:30 Guðmundur Einarsson er formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Vísir Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira
Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira