Á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi eftir að hún fæddi barn nauðgara síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 08:45 Frá alþjóðadegi kvenna í El Salvador fyrr á árinu þar sem þess var meðal annars krafist að þungunarrof yrði gert löglegt í landinu. vísir/epa Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira