Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00