Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 17:36 Donald Trump sakaði Jim Acosta, fréttamann CNN, um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Getty/The Asahi Shimbun Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00