Barnier segir drögin koma í veg fyrir hörð landamæri á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 21:49 Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, ávarpaði fréttamenn í kvöld. Getty/Bloomberg Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40