Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Hæstiréttur kvað upp sýknudóm yfir fimm dómfelldu í málunum í september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10