Geggjað ef Selfoss yrði jólabær Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við. Jólaskraut Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við.
Jólaskraut Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira