600 andlit að láni á sólarhring Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Katrín Oddsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Hundruð kvenna lánuðu andlit sitt til stuðnings nýrri stjórnarskrá og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. „Við settum auglýsingu eftir andlitum inn á hópinn og áttum kannski von á einhverjum tuttugu til fjörutíu andlitum. Þegar ég vaknaði [í gærmorgun] höfðu 500 skráð sig og svo bættust hundrað við yfir daginn,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður. Katrín var ein þeirra 25 sem skipuðu stjórnlagaráð sem skilaði af sér frumvarpi að nýjum stjórnskipunarlögum árið 2012 en það náði ekki fram að ganga. Reglulega er kallað eftir nýju stjórnarskránni. „Þetta eru konur á öllum aldri og öllum stigum þjóðfélagsins. Sumar eru trans, sumar eru fatlaðar og þarna eru forstjórar, lögfræðingar, leikkonur. Í raun eru þarna konur alls staðar frá. „Like“ á Facebook er eitt og undirskrift er annað en þegar maður sér öll þessi andlit saman komin þá verður þetta allt miklu meira,“ segir Katrín. Andlitasöfnunin fer fram í Facebook-hópnum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá sem í eru ríflega 2.300 konur. Markmiðið var að setja saman auglýsingu til birtingar á fullveldisafmælinu 1. desember. „Við erum eiginlega pínu dolfallnar yfir viðbrögðunum. Gallinn er hins vegar sá að undirtektirnar eru slíkar að það verður erfiðleikum háð að koma þessu fyrir í heilsíðuauglýsingu. En við munum finna lausn á því svo allar komist fyrir,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Hundruð kvenna lánuðu andlit sitt til stuðnings nýrri stjórnarskrá og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. „Við settum auglýsingu eftir andlitum inn á hópinn og áttum kannski von á einhverjum tuttugu til fjörutíu andlitum. Þegar ég vaknaði [í gærmorgun] höfðu 500 skráð sig og svo bættust hundrað við yfir daginn,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður. Katrín var ein þeirra 25 sem skipuðu stjórnlagaráð sem skilaði af sér frumvarpi að nýjum stjórnskipunarlögum árið 2012 en það náði ekki fram að ganga. Reglulega er kallað eftir nýju stjórnarskránni. „Þetta eru konur á öllum aldri og öllum stigum þjóðfélagsins. Sumar eru trans, sumar eru fatlaðar og þarna eru forstjórar, lögfræðingar, leikkonur. Í raun eru þarna konur alls staðar frá. „Like“ á Facebook er eitt og undirskrift er annað en þegar maður sér öll þessi andlit saman komin þá verður þetta allt miklu meira,“ segir Katrín. Andlitasöfnunin fer fram í Facebook-hópnum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá sem í eru ríflega 2.300 konur. Markmiðið var að setja saman auglýsingu til birtingar á fullveldisafmælinu 1. desember. „Við erum eiginlega pínu dolfallnar yfir viðbrögðunum. Gallinn er hins vegar sá að undirtektirnar eru slíkar að það verður erfiðleikum háð að koma þessu fyrir í heilsíðuauglýsingu. En við munum finna lausn á því svo allar komist fyrir,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira