Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins. Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins.
Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira