Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2018 07:30 Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæstaréttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira