„Ótrúlega forhert“ að draga úr loforðum til viðkvæmra hópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 12:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagafrumvarpið hafi verið byggt á sandi en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00
Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52
Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39