Southgate: Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 16:46 Southgate fagnar með lærisveinum sínum eftir sigurinn í dag Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira