Mætti reka kirkjuna með hagnaði bara með tekjum af turninum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Hallgrímskirkja gæti rekið sig með hagnaði bara á tekjum af turninum. Fréttablaðið/Anton Brink Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07