Borgin hafi gefið frá sér gæði með lúsarleigu við Grandagarð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Alliance-húsið hýsir meðal annars veitingastaðinn Mat og drykk. fréttablaðið/ernir Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent