Dreymir um úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2018 12:30 KA/Þór fagnar sigrinum á Fram. mynd/egill bjarni friðjónsson Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira