524 sinnum í viku Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 11:00 Ég uppfærði stýrikerfið á símanum mínum í vikunni. Slíkt væri vart í frásögur færandi ef ekki hefði hrikt í stoðum sjálfsmyndar minnar í kjölfarið. Um síðustu helgi var eiginmaðurinn sendur í útlegð út á róló með grislingana tvo á meðan móðirin var heima og kláraði að skrifa bók. Einbeitingin var rofin þegar vídjó barst frá róluvellinum. Ég teygði mig í símann. Eiginmaðurinn hafði fest á myndband augnablikið þegar tveggja ára sonur okkar fékk sig svo fullsaddan af því að pabbi hans héngi á internetinu alla rólóferðina að hann arkaði upp að pabbanum, sló í buxnavasa hans og orgaði: „Inn í hér, inn í hér.“ Hann vildi að pabbinn setti símann í vasann. Þar sem ég sat í mjúkum skrifborðsstól, með heitt kaffi og hlustaði á regnið bylja á glugganum var auðvelt að halda uppeldis-kvarðanum í útópískum hæðum. „Hangir þú bara í símanum?“ skrifaði ég regnvotum karlinum til baka. „Ertu ekkert að tala við þau? Mynda tengsl? Eiga við þau uppbyggileg samtöl um margföldunartöfluna; útskýra fyrir þeim hvers vegna himinninn er blár; kenna þeim að lemja frá sér án þess að hinir fullorðnu sjái til?“ Engin svör bárust en ég hef eiginmanninn grunaðan um að hafa eytt mér af WhatsApp.Tæknilegar syndir Ég hef löngum stært mig af því að vera ekki símakona. Þegar ég endurnýja farsímann felst það iðulega í því að ég tek við gamla síma eiginmannsins þegar hann fær sér nýjan. Símaáskrift mín inniheldur lítið gagnamagn, örfáar innifaldar mínútur – en ótakmarkaðan fjölda af SMS-skilaboðum sem símafyrirtæki virðast eiga jafnerfitt með að koma út og hamborgarhryggjum í janúar. Ástæða þess að ég er ekki með nefið ofan í símanum hverja stund er þó ekki sú að ég sé svo dyggðug heldur einfaldlega að ég sit við tölvu allan daginn þar sem ég drýgi mínar tæknilegu syndir. Missi ég einbeitinguna eitt andartak í vinnunni öðlast fingur mínir sjálfstæðan vilja og skyndilega blasir Facebook við mér á tölvuskjánum; strandi ég í verkefni leita ég lausna í myndum af flekklausum brosum og filteruðum veruleika á Instagram. Með nýja stýrikerfinu á símanum mínum fylgdi þjónusta sem mælir hvað ég nota símann minn mikið. Í ljós kom að þvert á sjálfsmynd mína er ég símakona. Þrátt fyrir að sitja við tölvuskjá í átta til tíu tíma á dag tókst mér engu að síður að eyða einni og hálfri klukkustund að meðaltali í símanum á dag. Mælingar sýna að ég gríp símann á lofti að meðaltali 74 sinnum á dag; 524 sinnum í viku. Síminn minn pípir 522 sinnum á viku. Ég fæ 220 skilaboð á WhatsApp, 31 á Facebook, 26 á Snapchat. Ég er með myndavélina á lofti í 37 mínútur á viku. Ég skoða eigin ljósmyndir í 26 mínútur. Tími í gíslingu Á morgun stendur Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi. Er átakinu ætlað að vekja fólk til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar en rannsóknir gefa til kynna að snjallsímanotkun foreldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjallsímanotkunar. Nútímafólk þjáist af krónískum tímaskorti. Það er svo ótalmargt sem okkur langar til að gera en komumst ekki yfir í annríki hversdagsins. Ég hef til dæmis ekki horft á heila bíómynd í sjónvarpinu síðan sonur minn fæddist fyrir tveimur árum. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma. Eða það hélt ég. Á morgun ætla ég að hafa slökkt á símanum mínum. Ég ætla að gera það fyrir grislingana tvo sem munu eiga athygli mína óskipta er þeir rífast um hvort fær að leika sér að tómri klósettrúllu á meðan barnaherbergi stútfullt af leikföngum stendur óhreyft. En ég ætla líka að gera það fyrir sjálfa mig. Því mælingar sýna að ég hef eina og hálfa klukkustund aflögu á degi hverjum. Ég ætla að endurheimta frítíma minn úr gíslingu farsímans og horfa á bíómynd. Hvað er miklu af tíma þínum haldið í gíslingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég uppfærði stýrikerfið á símanum mínum í vikunni. Slíkt væri vart í frásögur færandi ef ekki hefði hrikt í stoðum sjálfsmyndar minnar í kjölfarið. Um síðustu helgi var eiginmaðurinn sendur í útlegð út á róló með grislingana tvo á meðan móðirin var heima og kláraði að skrifa bók. Einbeitingin var rofin þegar vídjó barst frá róluvellinum. Ég teygði mig í símann. Eiginmaðurinn hafði fest á myndband augnablikið þegar tveggja ára sonur okkar fékk sig svo fullsaddan af því að pabbi hans héngi á internetinu alla rólóferðina að hann arkaði upp að pabbanum, sló í buxnavasa hans og orgaði: „Inn í hér, inn í hér.“ Hann vildi að pabbinn setti símann í vasann. Þar sem ég sat í mjúkum skrifborðsstól, með heitt kaffi og hlustaði á regnið bylja á glugganum var auðvelt að halda uppeldis-kvarðanum í útópískum hæðum. „Hangir þú bara í símanum?“ skrifaði ég regnvotum karlinum til baka. „Ertu ekkert að tala við þau? Mynda tengsl? Eiga við þau uppbyggileg samtöl um margföldunartöfluna; útskýra fyrir þeim hvers vegna himinninn er blár; kenna þeim að lemja frá sér án þess að hinir fullorðnu sjái til?“ Engin svör bárust en ég hef eiginmanninn grunaðan um að hafa eytt mér af WhatsApp.Tæknilegar syndir Ég hef löngum stært mig af því að vera ekki símakona. Þegar ég endurnýja farsímann felst það iðulega í því að ég tek við gamla síma eiginmannsins þegar hann fær sér nýjan. Símaáskrift mín inniheldur lítið gagnamagn, örfáar innifaldar mínútur – en ótakmarkaðan fjölda af SMS-skilaboðum sem símafyrirtæki virðast eiga jafnerfitt með að koma út og hamborgarhryggjum í janúar. Ástæða þess að ég er ekki með nefið ofan í símanum hverja stund er þó ekki sú að ég sé svo dyggðug heldur einfaldlega að ég sit við tölvu allan daginn þar sem ég drýgi mínar tæknilegu syndir. Missi ég einbeitinguna eitt andartak í vinnunni öðlast fingur mínir sjálfstæðan vilja og skyndilega blasir Facebook við mér á tölvuskjánum; strandi ég í verkefni leita ég lausna í myndum af flekklausum brosum og filteruðum veruleika á Instagram. Með nýja stýrikerfinu á símanum mínum fylgdi þjónusta sem mælir hvað ég nota símann minn mikið. Í ljós kom að þvert á sjálfsmynd mína er ég símakona. Þrátt fyrir að sitja við tölvuskjá í átta til tíu tíma á dag tókst mér engu að síður að eyða einni og hálfri klukkustund að meðaltali í símanum á dag. Mælingar sýna að ég gríp símann á lofti að meðaltali 74 sinnum á dag; 524 sinnum í viku. Síminn minn pípir 522 sinnum á viku. Ég fæ 220 skilaboð á WhatsApp, 31 á Facebook, 26 á Snapchat. Ég er með myndavélina á lofti í 37 mínútur á viku. Ég skoða eigin ljósmyndir í 26 mínútur. Tími í gíslingu Á morgun stendur Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi. Er átakinu ætlað að vekja fólk til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar en rannsóknir gefa til kynna að snjallsímanotkun foreldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjallsímanotkunar. Nútímafólk þjáist af krónískum tímaskorti. Það er svo ótalmargt sem okkur langar til að gera en komumst ekki yfir í annríki hversdagsins. Ég hef til dæmis ekki horft á heila bíómynd í sjónvarpinu síðan sonur minn fæddist fyrir tveimur árum. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma. Eða það hélt ég. Á morgun ætla ég að hafa slökkt á símanum mínum. Ég ætla að gera það fyrir grislingana tvo sem munu eiga athygli mína óskipta er þeir rífast um hvort fær að leika sér að tómri klósettrúllu á meðan barnaherbergi stútfullt af leikföngum stendur óhreyft. En ég ætla líka að gera það fyrir sjálfa mig. Því mælingar sýna að ég hef eina og hálfa klukkustund aflögu á degi hverjum. Ég ætla að endurheimta frítíma minn úr gíslingu farsímans og horfa á bíómynd. Hvað er miklu af tíma þínum haldið í gíslingu?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar