Þagnarskyldan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar