Loftræstikerfið ærði starfsfólk Seðlabanka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Starfsmenn bankans kvarta ekki lengur yfir hávaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent