Meint skipulagssvik og trójuhesturinn frægi Ólafur Ingi Tómasson skrifar 7. nóvember 2018 18:45 Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Skoðun Tengdar fréttir Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00 Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00
Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar