Scholes gagnrýndi hegðun Mourinho: Svona er þetta hvert sem hann fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho. Vísir/Getty Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira