Eimskip gerir breytingar á „hryggjarstykkinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 16:26 Um 1.850 manns starfa hjá Eimskipafélagi Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent. Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent.
Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00
Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent