Engin undanskot og enginn skandall segir skiptastjóri Prime Tours Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Prime Tours. „Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30
Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45