Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 11:30 Þorgerður Anna Atladóttir og Ásgeir Jónsson voru sérfræðingar í uppgjörsþætti fyrstu sjö umferðar Olís-deildar kvenna. vísir Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni