Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 11:38 Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. Getty/Tristan Fewings Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson. Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson.
Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira