Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Vantrú hefur staðið fyrir bingói á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent