Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 13:35 Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu. MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu.
MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15