Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2018 21:24 Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05