Ný byggð rís yst á Kársnesi Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 11:00 Mynd sem sýnir fyrirhugaða byggð yst á Kársnesinu. Aðsend Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur. Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur.
Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira