Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður við nokkrar af þeim hillum sem nú eru fullar. Hann segir að ljóst hafi verið í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira