Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 21:37 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira