Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 11:17 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann. Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37