Banaslysum barna í umferðinni fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín Umferðaröryggi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín
Umferðaröryggi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði