Á flótta í traktor í níu daga | Ótrúleg saga leikmanns sem mætir Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 11:30 Lífshlaup flóttamannsins Degenek er ótrúlegt en nú er hann kominn í Meistaradeildina. vísir/getty Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira