Finnst sárt að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. október 2018 06:00 Lík José Roldán var yfir nótt í ókældri geymslu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjölskylda José Ignacio Soto Roldán, 33 ára Spánverja sem lést á Akureyri fyrir viku, upplifir sig afskipta í því ferli sem fór í hönd eftir lát hans. Lík José var meðal annars yfir nótt í ókældri geymslu Flytjanda. Tilfinningunum sem þau bera í brjósti verði vart lýst með orðum. José lést síðastliðinn fimmtudag á Akureyri. Kryfja þurfti líkið til að finna út hver dánarorsökin væri. Þar sem enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri þurfti að flytja líkið suður. Í því ferli voru gerð mistök þegar kistunni var komið fyrir í ókældri geymslu. Starfsmaður Flytjanda sem uppgötvaði mistökin var vinur José og lét hann fjölskylduna vita. „Það er með miklum sársauka og vanþóknun sem ég rita þessi orð,“ segir í yfirlýsingu frá frænku José sem send var Fréttablaðinu. „Sársaukinn sem fráfall José hefur valdið okkur er einn sá mesti sem hugsast getur. Þó hefur það valdið fjölskyldunni enn meiri kvöl að vita til þess að lík hans var gleymt og yfirgefið í ókældri vörugeymslu yfir nótt. Mögulega hefði hann verið þar yfir helgi ef ekki hefði verið fyrir árvökulan starfsmann fyrirtækisins.“ Sendiherra Spánar í Noregi hefur umsjón með málefnum Spánar á Íslandi. Fjölskyldan ber sendiherranum ekki vel söguna og að þau séu í raun í myrkri. Vinir José hér á landi lýsa því að þeir hafi í raun þurft að þjóna sem milliliðir og að gífurlega erfitt sé að fá svör við þeim spurningum sem þeir hafa. Þá hafi fjölskyldan ekki heyrt orð frá Flytjanda vegna málsins. Tilfinningunum sem þau bera í brjósti sé erfitt að lýsa. Fyrirhugað að vinir flytji duftkerfið til Spánar Fjölskylda José íhugar að kanna réttargrundvöll sinn vegna máls hans. Sárast finnst þeim að enn hafi enginn frá Flytjanda haft samband við þau, beðist afsökunar á mistökunum og vottað þeim samúð sína vegna málsins. José var 33 ára Spánverji, ættaður frá smábæ skammt frá Granada í Andalúsíuhéraði Spánar, en fjölskylda hans er ekki efnuð. Vinur hans hafði komið hingað til lands fyrir þremur árum og lofaði landið. Það varð því úr að José fluttist hingað til Akureyrar fyrir um þremur vikum. Að morgni fimmtudagsins fyrir viku vöknuðu vinir José til að fara til vinnu. Það var þá sem þeir tóku eftir því að hann var lífvana. Lögregla var kölluð til og vinunum tjáð að flytja þyrfti líkið til Reykjavíkur til að framkvæma á því krufningu. Sá flutningur myndi fara fram á mánudag. Að sögn vina og aðstandenda kom það því nokkuð flatt upp á þá þegar líkið var flutt suður strax á föstudagskvöld. Þegar líkið kom til Reykjavíkur voru þau mistök gerð að í stað þess að kistunni væri komið fyrir í kældri geymslu var hún geymd yfir nótt í geymslu þar sem hitastigið stýrist af veðrinu utandyra. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá lögreglunni og útfararstofunni á Akureyri hvers vegna lík José var flutt svo fljótt en upphaflega var stefnt að því að líkið yrði krufið á þriðjudag. Lögreglan benti á útfararstofuna sem vildi engu svara um ástæður hins snögga flutnings. Fjölskylda José hefur óskað eftir því að vinir hans hér á landi fái að sjá líkið áður en útförin og líkbrennsla fer fram. Þau svör hafa aftur á móti fengist frá sendiráði Spánar í Ósló að slíkt sé ekki æskilegt. Fyrirhugað er að vinir José muni taka við duftkeri hans og flytja það með sér í handfarangri til Spánar þar sem hann verður lagður til hinstu hvílu. Að sögn fjölskyldu og vina eru dagarnir fram að því í lausu lofti og þau viti í raun lítið sem ekkert um stöðu mála. Fjallað var um málið í fréttamiðli Spánverja á Íslandi í gær. Viðbrögð við þeirri umfjöllun og upplifun fjölskyldunnar af málinu öllu hefur vakið talsverða athygli. Þeir sem deila fréttinni velta því meðal annars fyrir sér hvort öðruvísi hefði verið búið um hnútana hefði verið um Íslending að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. 23. október 2018 07:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Fjölskylda José Ignacio Soto Roldán, 33 ára Spánverja sem lést á Akureyri fyrir viku, upplifir sig afskipta í því ferli sem fór í hönd eftir lát hans. Lík José var meðal annars yfir nótt í ókældri geymslu Flytjanda. Tilfinningunum sem þau bera í brjósti verði vart lýst með orðum. José lést síðastliðinn fimmtudag á Akureyri. Kryfja þurfti líkið til að finna út hver dánarorsökin væri. Þar sem enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri þurfti að flytja líkið suður. Í því ferli voru gerð mistök þegar kistunni var komið fyrir í ókældri geymslu. Starfsmaður Flytjanda sem uppgötvaði mistökin var vinur José og lét hann fjölskylduna vita. „Það er með miklum sársauka og vanþóknun sem ég rita þessi orð,“ segir í yfirlýsingu frá frænku José sem send var Fréttablaðinu. „Sársaukinn sem fráfall José hefur valdið okkur er einn sá mesti sem hugsast getur. Þó hefur það valdið fjölskyldunni enn meiri kvöl að vita til þess að lík hans var gleymt og yfirgefið í ókældri vörugeymslu yfir nótt. Mögulega hefði hann verið þar yfir helgi ef ekki hefði verið fyrir árvökulan starfsmann fyrirtækisins.“ Sendiherra Spánar í Noregi hefur umsjón með málefnum Spánar á Íslandi. Fjölskyldan ber sendiherranum ekki vel söguna og að þau séu í raun í myrkri. Vinir José hér á landi lýsa því að þeir hafi í raun þurft að þjóna sem milliliðir og að gífurlega erfitt sé að fá svör við þeim spurningum sem þeir hafa. Þá hafi fjölskyldan ekki heyrt orð frá Flytjanda vegna málsins. Tilfinningunum sem þau bera í brjósti sé erfitt að lýsa. Fyrirhugað að vinir flytji duftkerfið til Spánar Fjölskylda José íhugar að kanna réttargrundvöll sinn vegna máls hans. Sárast finnst þeim að enn hafi enginn frá Flytjanda haft samband við þau, beðist afsökunar á mistökunum og vottað þeim samúð sína vegna málsins. José var 33 ára Spánverji, ættaður frá smábæ skammt frá Granada í Andalúsíuhéraði Spánar, en fjölskylda hans er ekki efnuð. Vinur hans hafði komið hingað til lands fyrir þremur árum og lofaði landið. Það varð því úr að José fluttist hingað til Akureyrar fyrir um þremur vikum. Að morgni fimmtudagsins fyrir viku vöknuðu vinir José til að fara til vinnu. Það var þá sem þeir tóku eftir því að hann var lífvana. Lögregla var kölluð til og vinunum tjáð að flytja þyrfti líkið til Reykjavíkur til að framkvæma á því krufningu. Sá flutningur myndi fara fram á mánudag. Að sögn vina og aðstandenda kom það því nokkuð flatt upp á þá þegar líkið var flutt suður strax á föstudagskvöld. Þegar líkið kom til Reykjavíkur voru þau mistök gerð að í stað þess að kistunni væri komið fyrir í kældri geymslu var hún geymd yfir nótt í geymslu þar sem hitastigið stýrist af veðrinu utandyra. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá lögreglunni og útfararstofunni á Akureyri hvers vegna lík José var flutt svo fljótt en upphaflega var stefnt að því að líkið yrði krufið á þriðjudag. Lögreglan benti á útfararstofuna sem vildi engu svara um ástæður hins snögga flutnings. Fjölskylda José hefur óskað eftir því að vinir hans hér á landi fái að sjá líkið áður en útförin og líkbrennsla fer fram. Þau svör hafa aftur á móti fengist frá sendiráði Spánar í Ósló að slíkt sé ekki æskilegt. Fyrirhugað er að vinir José muni taka við duftkeri hans og flytja það með sér í handfarangri til Spánar þar sem hann verður lagður til hinstu hvílu. Að sögn fjölskyldu og vina eru dagarnir fram að því í lausu lofti og þau viti í raun lítið sem ekkert um stöðu mála. Fjallað var um málið í fréttamiðli Spánverja á Íslandi í gær. Viðbrögð við þeirri umfjöllun og upplifun fjölskyldunnar af málinu öllu hefur vakið talsverða athygli. Þeir sem deila fréttinni velta því meðal annars fyrir sér hvort öðruvísi hefði verið búið um hnútana hefði verið um Íslending að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. 23. október 2018 07:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. 23. október 2018 07:30