Gummi Gumm: Ungu mennirnir stóðu sig mjög vel Benedikt Grétarsson skrifar 24. október 2018 22:24 Guðmundur var ánægður maður í kvöld. vísir/daníel Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira