Bjargað hátt í 900 flóttamönnum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 19:30 Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann. Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann.
Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00