Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2018 06:15 Bowers er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn. NordicPhotos/Getty Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira