Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 23:24 Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26
Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44