Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 15:56 Zamira Hajiyeva árið 2015. EAST2WEST NEWS Konu að nafni Zamira Hajiyeva, fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum. Löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Valdheimildinni, sem ber heitið „Óútskýrð auðæfi“ (e. Unexplained Wealth Order) er ætlað að fletta ofan af spillingu og sporna við peningaþvætti á Bretlandseyjum. Breska lögreglumenn grunar að milljörðum illa fenginna punda hafi verið varið til að fjárfesta í fasteignum í landinu. Þeim hefur hins vegar reynst ómögulegt að sækja fólk til saka sem grunað er um peningaþvætti vegna skorts á sönnunargögnum. Nýja valdheimildin er sögð svar við því. Nú gætu útlenskir auðjöfrar, sem eiga fasteignir á Bretlandseyjum, þurft að greina frá því fyrir dómstólum hvernig peningar þeirra eru tilkomnir. Ellegar eiga þeir á hættu að eignir þeirra verði gerðar upptækar. Fyrrnefndri Hajiyeva hefur einmitt verið gert að varpa ljósi á það hvernig hún hafði efni á því að eyða tugum milljóna punda í Bretlandi á síðustu árum. Jahangir Hajiyev, eiginmaður Zamiru Hajiyeva.Vísir/gettyÁ vef breska ríkisútvarpsins er þess meðal annars getið að hún hafi varið um 16 milljónum punda, næstum 2,5 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, í verslunarmiðstöðinni Harrods á síðastliðnum 10 árum. Það gerir rúmlega 600 þúsund krónur á dag. Þar að auki á hún að hafa fjárfest í íbúð fyrir 11 milljónir punda skammt frá Harrods, að því er virðist til að auðvelda búðarápið. Þá keypti hún jafnframt golfvöll fyrir rúmlega 10 milljónir punda árið 2013, sem og 42 milljóna punda einkaþotu.Eiginmaðurinn handtekinn Hajiyeva er gift Jahangir Hajiyev, sem eitt sinn var bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans. Þá var honum gert að greiða 39 milljónir dala, rúmlega 4 milljarða króna, í skaðabætur. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Eiginmaður hennar hefur að sama skapi ætíð neitað því að hafa nokkuð með fyrrnefnt fjármálamisferli að gera. Bresk löggæsluyfirvöld eru þó á öðrum máli. Þau benda á að Jahangir Hajiyev var ríkisstarfsmaður á árunum 1993 til 2015 og það verði að teljast ólíklegt að hann hafi getað auðgast jafn mikið og raun ber vitni af störfum sínum fyrir hið opinbera - nema að maðkur sé í mysunni. Nánar má fræðast um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Konu að nafni Zamira Hajiyeva, fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum. Löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Valdheimildinni, sem ber heitið „Óútskýrð auðæfi“ (e. Unexplained Wealth Order) er ætlað að fletta ofan af spillingu og sporna við peningaþvætti á Bretlandseyjum. Breska lögreglumenn grunar að milljörðum illa fenginna punda hafi verið varið til að fjárfesta í fasteignum í landinu. Þeim hefur hins vegar reynst ómögulegt að sækja fólk til saka sem grunað er um peningaþvætti vegna skorts á sönnunargögnum. Nýja valdheimildin er sögð svar við því. Nú gætu útlenskir auðjöfrar, sem eiga fasteignir á Bretlandseyjum, þurft að greina frá því fyrir dómstólum hvernig peningar þeirra eru tilkomnir. Ellegar eiga þeir á hættu að eignir þeirra verði gerðar upptækar. Fyrrnefndri Hajiyeva hefur einmitt verið gert að varpa ljósi á það hvernig hún hafði efni á því að eyða tugum milljóna punda í Bretlandi á síðustu árum. Jahangir Hajiyev, eiginmaður Zamiru Hajiyeva.Vísir/gettyÁ vef breska ríkisútvarpsins er þess meðal annars getið að hún hafi varið um 16 milljónum punda, næstum 2,5 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, í verslunarmiðstöðinni Harrods á síðastliðnum 10 árum. Það gerir rúmlega 600 þúsund krónur á dag. Þar að auki á hún að hafa fjárfest í íbúð fyrir 11 milljónir punda skammt frá Harrods, að því er virðist til að auðvelda búðarápið. Þá keypti hún jafnframt golfvöll fyrir rúmlega 10 milljónir punda árið 2013, sem og 42 milljóna punda einkaþotu.Eiginmaðurinn handtekinn Hajiyeva er gift Jahangir Hajiyev, sem eitt sinn var bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans. Þá var honum gert að greiða 39 milljónir dala, rúmlega 4 milljarða króna, í skaðabætur. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Eiginmaður hennar hefur að sama skapi ætíð neitað því að hafa nokkuð með fyrrnefnt fjármálamisferli að gera. Bresk löggæsluyfirvöld eru þó á öðrum máli. Þau benda á að Jahangir Hajiyev var ríkisstarfsmaður á árunum 1993 til 2015 og það verði að teljast ólíklegt að hann hafi getað auðgast jafn mikið og raun ber vitni af störfum sínum fyrir hið opinbera - nema að maðkur sé í mysunni. Nánar má fræðast um málið á vef breska ríkisútvarpsins.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf