Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2018 10:35 Ekki verður betur séð en Ari Kristinn rektor ætli ekki að draga uppsögnina til baka og því stefnir í dómsmál en lögmaður Kristins Sigurjónssonar er Jón Steinar Gunnlaugsson. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Kristins Sigurjónssonar. Þar sem meðal annars segir að hatur á grundvelli kyns verði ekki liðið innan HR. Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var frá starfi sínu sem kennari við tækni- og verkfræðideild HR. Mál hans hefur vakið mikla athygli en Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, hefur sent Ara Kristni bréf þar sem hann býður honum að draga uppsögnina til baka en mæta sér öðrum kosti í dómssal. Þó yfirlýsing rektors nú sé heldur óljós, inntak hennar er það að hann ætli ekki að tjá sig um málið við fjölmiðla, verður ekki betur séð en hann ætli ekki að draga uppsögnina til baka. Yfirlýsing Ara Kristins er stutt en þar er tekið fram að vegna „fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.“Mál Kristins sem rekinn var frá HR hafa vakið mikla athygli.visir/VilhelmÞá segir í yfirlýsingunni, og verður ekki annað af þeim orðum ráðið en rektor hafi ekki í hyggju að endurráða Kristinn, heldur mæta Jóni Steinari í dómsal:Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni. Ennfremur skal ítrekað að rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum og starfslokum starfsmanna háskólans. Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar sem horft er á heildarmynd, en ekki einstök atvik.“ Gengið út frá því að um hatursorðræðu sé að ræða Þessi orð eru í takti við málflutning Dr. Bjarna Más Magnússonar dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem telur illt að kvenkyns nemendur við skólann eigi sitt undir námsmati Krisins en hann gerir því skóna að um hatursorðræðu sé að ræða:Meðal þeirra sem hefur látið málið til sín taka er Dr. Bjarni Már, lektor við HR, en málflutningur hans ber að þeim ósi að uppsögnin hafi verið réttmæt.fréttablaðið/daníel„Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum. Í áðurnefndu bréfi Jóns Steinars, sem reyndar hefur starfað sem gestakennari í HR, er vísað sérstaklega til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla. Þetta er yfirlýsing sem á sínum tíma var undirrituð af öllum rektorum skóla á háskólastigi á Íslandi, eða 15. júní 2005. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar. En, þar segir meðal annars: „Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Vísir fjallið ítarlega um þennan anga málsins í gærkvöldi og birti þá sameiginlega yfirlýsingu rektora í heild sinni. Dómsmál MeToo Stjórnsýsla Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Kristins Sigurjónssonar. Þar sem meðal annars segir að hatur á grundvelli kyns verði ekki liðið innan HR. Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var frá starfi sínu sem kennari við tækni- og verkfræðideild HR. Mál hans hefur vakið mikla athygli en Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, hefur sent Ara Kristni bréf þar sem hann býður honum að draga uppsögnina til baka en mæta sér öðrum kosti í dómssal. Þó yfirlýsing rektors nú sé heldur óljós, inntak hennar er það að hann ætli ekki að tjá sig um málið við fjölmiðla, verður ekki betur séð en hann ætli ekki að draga uppsögnina til baka. Yfirlýsing Ara Kristins er stutt en þar er tekið fram að vegna „fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.“Mál Kristins sem rekinn var frá HR hafa vakið mikla athygli.visir/VilhelmÞá segir í yfirlýsingunni, og verður ekki annað af þeim orðum ráðið en rektor hafi ekki í hyggju að endurráða Kristinn, heldur mæta Jóni Steinari í dómsal:Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni. Ennfremur skal ítrekað að rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum og starfslokum starfsmanna háskólans. Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar sem horft er á heildarmynd, en ekki einstök atvik.“ Gengið út frá því að um hatursorðræðu sé að ræða Þessi orð eru í takti við málflutning Dr. Bjarna Más Magnússonar dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem telur illt að kvenkyns nemendur við skólann eigi sitt undir námsmati Krisins en hann gerir því skóna að um hatursorðræðu sé að ræða:Meðal þeirra sem hefur látið málið til sín taka er Dr. Bjarni Már, lektor við HR, en málflutningur hans ber að þeim ósi að uppsögnin hafi verið réttmæt.fréttablaðið/daníel„Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum. Í áðurnefndu bréfi Jóns Steinars, sem reyndar hefur starfað sem gestakennari í HR, er vísað sérstaklega til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla. Þetta er yfirlýsing sem á sínum tíma var undirrituð af öllum rektorum skóla á háskólastigi á Íslandi, eða 15. júní 2005. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar. En, þar segir meðal annars: „Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Vísir fjallið ítarlega um þennan anga málsins í gærkvöldi og birti þá sameiginlega yfirlýsingu rektora í heild sinni.
Dómsmál MeToo Stjórnsýsla Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00
Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32