Ekki bendá mig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar