Áfram krakkar Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2018 07:30 Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun