Féþúfan Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar