Erfingjar dánarbúa slá skiptum á frest í von um lægri skattgreiðslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira