Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst í fyrra en ónæmi enn lágt 2. október 2018 17:50 Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis í fyrra. Notkun sýklalyfja jókst í fyrra miðað við árið á undan. Fréttablaðið/EYÞÓR Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum. Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum.
Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira