Óli Jó: Getur ekki verið að Hamrén hafi valið þennan hóp Anton Ingi Leifsson skrifar 3. október 2018 13:00 Ólafur er Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á laugardaginn. vísir/bára Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira